Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Maffia Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Sjá meira
Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Sjá meira