Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 15:03 Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent