Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 15:06 Benedikta segir alla stjórnsýslu í tengslum við þau áform að vilja troða sjókvíaeldi í Seyðisfjörð einkennast af sýndarlýðræði. vísir Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar. Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar.
Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira