FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 14:13 Ólafur telur Willum rífa af sér grímu forræðishyggjunnar á lokametrum ríkisstjórnarinnar og gangi freklega gegn meðal annars atvinnufrelsi fyrirtækja með reglugerð sinni. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar. Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar.
Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira