Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun