Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:59 Laufásborg er á meðal um tuttugu sjálfstætt starfandi leikskóla sem eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira