Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar 21. nóvember 2024 14:45 Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar