Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:39 Davíð Þór sagði ekkert að marka tölur um jöfnuð; hellingur af fólki byggi við skort. Vísir/Vilhelm „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira