Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 12:01 Lewis Hamilton kveður Mercedes eftir tímabilið. Þrjár keppnir eru eftir af því. getty/Kym Illman Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vildi hætta hjá Mercedes eftir kappaksturinn í Brasilíu í byrjun mánaðarins. Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira