Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Leikmenn KV hafa spjarað sig afar vel á fyrstu leiktíð liðsins í 1. deildinni. KV Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. „Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“ Körfubolti KV Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
„Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“
Körfubolti KV Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti