Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:15 Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Matvælaframleiðsla Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun