Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 11:01 Ralf Schumacher starfar sem álitsgjafi um Formúlu 1 fyrir Sky í Þýskalandi. getty/Vince Mignott Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári. Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það. Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það.
Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira