Körfubolti

Stjörnukonur flottar á Hlíðar­enda og Þórskonur fögnuðu á­fram fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ögn Lárusdóttir og félagar í Stjörnunni voru sterkari á endasprettinum í kvöld.
Diljá Ögn Lárusdóttir og félagar í Stjörnunni voru sterkari á endasprettinum í kvöld. Vísir/Diego

Stjarnan og Þór Akureyri fögnuðu sigri í leikjum sínum í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Stjörnukonur unnu fimmtán stiga sigur á Val á útivelli, 81-66, eftir skrautlega byrjun.

Þórskonur unnu á sama tíma fjórtán stiga sigur á nýliðum Aþenu fyrir norðan, 82-68. Þær eru taplausar á heimavelli sínum í vetur.

Stjörnukonur byrjuðu frábærlega á Hlíðarenda og komust í 28-9 í byrjun leiks. Valskonur náðu samt að jafna metin í 44-44 fyrir hálfleik.

Sjarnan komst aftur fram úr í þriðja leikhlutanum og keyrði síðan yfir Valsliðið í lokaleikhlutanum.

Denia Davis- Stewart var með 30 stig og 17 fráköst hjá Stjörnuni og Diljá Ögn Lárusdóttir bætti við 19 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ana Clara Paz skoraði 17 stig og Kolbrún María Ármannsdóttir var með 12 stig og 6 stoðsendingar.

Jiselle Thomas var atkvæðamest hjá Val með 23 stig og Alyssa Marie Cerino skoraði 16 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði síðan 11 stig en þurfti til þess 17 skot.

Aþena vann langþráðan sigur í síðasta leik en þær fara tómhentar heim frá Akureyri.

Leikurinn var jafn en Þórskonur skrefinu á undan frá og með öðrum leikhlutanum.

Madison Sutton var með 18 stig og 17 fráköst hjá Þór en stigahæst var Esther Fokke með 22 stig. Amandine Justine Toi skoraði fimmtán stig og Emma Karólína Snæbjarnardóttir var með tólf stig.

Elektra Mjöll Kubrzeniecka skoraði fimmtán stig fyrir Aþenu og Ajulu Obur Thatha var með 11 stig eins og Dzana Crnac.

Þórskonur hafa þar með unnið alla þrjá heimaleiki sína í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×