Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar 20. nóvember 2024 19:45 Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar