Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar 20. nóvember 2024 19:45 Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun