Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:02 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Heilbrigðismál Réttindi barna ADHD Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun