Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við seðlabankastjóra, greinanda og formann Neytendasamtakanna um ákvörðunina og líklega þróun héðan af.
Margir hafa þegar gert upp hug sinn og greitt atkvæði nú þegar um ein og hálf vika er í alþingiskosningar. Við verðum í beinni frá Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir.
Þá rýnum við á myndrænan hátt í legu borgarlínunnar, ræðum við foreldra sem kalla eftir snjallsímabanni í skólum, fylgjumst með skóflustungu að nýrri Ölfusárbrú og kynnum okkur allt um mandarínuskort sem vofir yfir landinu.
Í Sportpakkanum verður rætt við íslenskan heimsmeistara í kraftlyfingum og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri Grænna.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.