Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2024 15:45 Sölku Sól og hinum foreldrunum var heitt í hamsi. Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. „Við krefjumst þess að borgaryfirvöld semji tafarlaust við kennara svo að yfirstandandi verkfall taki enda og nemendur í leik- og grunnskólum geti snúið aftur í skólann eftir 3 vikna fjarveru. Verkfallsaðgerðir kennara hafa djúpstæð áhrif á þau börn sem aðgerðirnar ná til, sem og fjölskyldur þeirra. Börnin okkar fara á mis við þann félagsþroska og menntun sem leikskólar veita þeim,“ segir Salka Sól meðal annars í ræðu sinni. Horfa má á hluta úr ræðunni í innslaginu hér fyrir neðan. Ræðan var flutt á meðan hádegisfréttir Bylgjunnar voru í gangi og er því farið í viðtal við annað foreldri í beinni á meðan ræðunni stendur. Eins og fram hefur komið hafa verkfallsaðgerðir kennara staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Aðgerðirnar bíti heldur betur Salka Sól segir í ræðu sinni foreldra verða fyrir miklu álagi, andlega, félagslega og fjárhagslega. Tapið sem börn þeirra verði fyrir af því að missa jafn mikinn tíma úr leikskólatíð sinni undirstriki mikilvægi starfsins sem kennarar vinni á hverjum degi í þágu barnanna. „Við finnum sannarlega fyrir því núna, meira en nokkru sinni fyrr, að kennarar eru ómissandi þáttur í lífi okkar allra. Það eru eðlilega skiptar skoðanir meðal foreldra um útfærslu verkfallsins. En fólk sem segir þessar aðgerðir ekki bíta nóg er greinilega ekki í okkar stöðu. Þær bíta heldur betur, fólk er að missa vinnuna sína, taka launalaust frí sem kemur á endanum niður á fjölskyldunni, klára sumarfrís dagana sína sem setur þau í erfiða stöðu á næsta ári, mörg okkar finna fyrir miklum kvíða, börnin okkar sakna vina sinna og kennara og hafa takmarkaðan skilning á því af hverju þau fá ekki að mæta í leikskólann sinn.“ Salka segir að Reykjavíkurborg ætti að sjá hag sinn í því að binda enda á þetta verkfall áður en Kennarasamband Íslands sjái sig knúið til að ganga lengra og boða til verkfalls í fleiri leikskólum. Hún segist vona innilega að fleiri börn og foreldrar þeirra lendi ekki í sömu aðstöðu og Salka og félagar. Beindi spjótum sínum að borgarstjóra „Það eru fjórtán dagar síðan við mættum hingað síðast og þá sagðist þú, í samtali við mbl, ekki sitja við þetta samningaborð. Þú situr bara víst við þetta samningaborð Einar! Þetta eru biðlista börnin, biðlista börnin sem fá enn einu sinni að finna fyrir því, þetta eru sömu börn og þeirra foreldrar sem eru enn og aftur komin í biðstöðu og það í boði Reykjavíkurborgar.“ Salka Sól segir þetta ekki þurfa að vera svona. Þetta geti verið tími fyrir Einar til að snúa við blaðinu hjá Reykjavíkurborg, jafnvel lykillinn af breytingum í borginni eins og hann hafi sjálfur komist að orði. „Þetta getur verið tíminn þar sem að borgarstjórn hættir loksins að fría sig af ábyrgð á ástandi leikskólamála og fjárfestir í kennurum. Ég spyr þig líka Einar frá móður til föður Hvað myndir þú gera í okkar sporum? Þetta er í ykkar höndum. Það er hægt að enda þetta verkfall hér og nú. Semjið við kennara strax.“ Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Við krefjumst þess að borgaryfirvöld semji tafarlaust við kennara svo að yfirstandandi verkfall taki enda og nemendur í leik- og grunnskólum geti snúið aftur í skólann eftir 3 vikna fjarveru. Verkfallsaðgerðir kennara hafa djúpstæð áhrif á þau börn sem aðgerðirnar ná til, sem og fjölskyldur þeirra. Börnin okkar fara á mis við þann félagsþroska og menntun sem leikskólar veita þeim,“ segir Salka Sól meðal annars í ræðu sinni. Horfa má á hluta úr ræðunni í innslaginu hér fyrir neðan. Ræðan var flutt á meðan hádegisfréttir Bylgjunnar voru í gangi og er því farið í viðtal við annað foreldri í beinni á meðan ræðunni stendur. Eins og fram hefur komið hafa verkfallsaðgerðir kennara staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Aðgerðirnar bíti heldur betur Salka Sól segir í ræðu sinni foreldra verða fyrir miklu álagi, andlega, félagslega og fjárhagslega. Tapið sem börn þeirra verði fyrir af því að missa jafn mikinn tíma úr leikskólatíð sinni undirstriki mikilvægi starfsins sem kennarar vinni á hverjum degi í þágu barnanna. „Við finnum sannarlega fyrir því núna, meira en nokkru sinni fyrr, að kennarar eru ómissandi þáttur í lífi okkar allra. Það eru eðlilega skiptar skoðanir meðal foreldra um útfærslu verkfallsins. En fólk sem segir þessar aðgerðir ekki bíta nóg er greinilega ekki í okkar stöðu. Þær bíta heldur betur, fólk er að missa vinnuna sína, taka launalaust frí sem kemur á endanum niður á fjölskyldunni, klára sumarfrís dagana sína sem setur þau í erfiða stöðu á næsta ári, mörg okkar finna fyrir miklum kvíða, börnin okkar sakna vina sinna og kennara og hafa takmarkaðan skilning á því af hverju þau fá ekki að mæta í leikskólann sinn.“ Salka segir að Reykjavíkurborg ætti að sjá hag sinn í því að binda enda á þetta verkfall áður en Kennarasamband Íslands sjái sig knúið til að ganga lengra og boða til verkfalls í fleiri leikskólum. Hún segist vona innilega að fleiri börn og foreldrar þeirra lendi ekki í sömu aðstöðu og Salka og félagar. Beindi spjótum sínum að borgarstjóra „Það eru fjórtán dagar síðan við mættum hingað síðast og þá sagðist þú, í samtali við mbl, ekki sitja við þetta samningaborð. Þú situr bara víst við þetta samningaborð Einar! Þetta eru biðlista börnin, biðlista börnin sem fá enn einu sinni að finna fyrir því, þetta eru sömu börn og þeirra foreldrar sem eru enn og aftur komin í biðstöðu og það í boði Reykjavíkurborgar.“ Salka Sól segir þetta ekki þurfa að vera svona. Þetta geti verið tími fyrir Einar til að snúa við blaðinu hjá Reykjavíkurborg, jafnvel lykillinn af breytingum í borginni eins og hann hafi sjálfur komist að orði. „Þetta getur verið tíminn þar sem að borgarstjórn hættir loksins að fría sig af ábyrgð á ástandi leikskólamála og fjárfestir í kennurum. Ég spyr þig líka Einar frá móður til föður Hvað myndir þú gera í okkar sporum? Þetta er í ykkar höndum. Það er hægt að enda þetta verkfall hér og nú. Semjið við kennara strax.“
Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira