Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 13:45 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi. VÍSIR/VILHELM Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson mætir fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni, þegar Wisla Plock og Veszprém mætast í Meistaradeild Evrópu í handbolta á morgun. Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira