Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 12:30 Marine Le Pen í dómshúsi í París þar sem fjársvikamál á hendur henni og 24 öðrum félögum Þjóðfylkingarinnar var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters. Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56