Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2024 12:32 Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins. Hönnun brúarinnar byggir á ítarlegri greiningu og hún er talin hagkvæmasti kosturinn. Brúin tekur mið af náttúrulegum aðstæðum, þar á meðal flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og jarðskjálftum, þar sem burðarformið er vel til þess fallið að mæta slíku álagi. Nýja Ölfusárbrúin mun gjörbylta umferð um Suðurland, bæta umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum og mengun á Selfossi. Brú ekki sama og brú Áætlaður kostnaður Ölfusárbrúarinnar sjálfrar er um 8,4 milljarðar króna, en heildarkostnaður með tengdum vegaframkvæmdum nemur 17,9 milljörðum króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með veggjöldum án þess að hafa áhrif á önnur verkefni samgönguáætlunar. ÞG Verk var valið til að sjá um hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar og tekur verkið mið af samvinnuverkefnismódeli (PPP), þar sem einkaaðilar bera ábyrgð á útfærslu og fjármögnun framkvæmdar. Það sýnir hvernig samvinna stjórnvalda og einkaaðila getur flýtt fyrir mikilvægum framkvæmdum og við sjáum Hringveginn loks færast út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Einhverjir hafa dregið í efa ákvörðun Vegagerðarinnar um stagbrú og látið í veðri vaka að lítil brú gæti hentað vatnsmestu á landsins. Þá gleymist að við glímum við náttúrulegar aðstæður þar sem hætta er á flóðum, ísstíflum og jarðskjálftaálagi. Ný brú þarf að standast slíkt álag af náttúrunnar hendi og reyndist stagbrú hagkvæmasti kosturinn eftir ítarlega greiningu á náttúrulegum aðstæðum. Bylting Núverandi brú hefur þjónað okkur vel í tæp 80 ár og staðist áskoranir náttúruaflana. Með aukinni umferð, sem nú er 14.500 ökutæki á dag, er kominn tími á að lyfta grettistaki. Samhliða fjölgun íbúa og ferðamanna er ljóst að þörfin fyrir nýja brú er brýn. Þessi framkvæmd mun koma á langþráðum úrbótum og verða bylting fyrir okkur öll. Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Á brúnni verða aðskildar akstursstefnur ásamt göngu- og hjólaleiðum, bæði yfir og undir brúnni. Brúin er framtíðarlausn sem tekur mið af vaxandi umferðarþunga og hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar gerist þess þörf. Framtíðarsýn Væntingar voru um að framkvæmdir gætu hafist fyrr. Á meðan hefur umferð um svæðið vaxið hratt, kostnaður hækkað og þörfin fyrir nýja brú verður æ brýnni. Undirbúningur verksins hófst formlega þegar ég kom inn í samgönguráðuneytið árið 2018. Allt frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið að rannsóknum og forhönnum með vönduðum hætti. Þegar ég tók við í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í vor lagði ég mikla áherslu á að hraða lokaferlinu sem tengdist útfærslu á fjármögnun verksins. Með góðu samstarfi hefur tekist að vinna úr flóknum áskorunum. Þessi reynsla mun verða dýrmæt í stjórnkerfinu í framtíðinni þegar sambærileg verkefni koma á dagskrá. Nú hafa framkvæmdir loks fengið grænt ljós og bíðum nú spennt eftir að verða vitni að þeim framförum sem þetta mikilvæga samgöngumannvirki mun hafa í för með sér. Þetta verkefni er ekki aðeins stórt framfaraskref fyrir Suðurland heldur líka tákn um hvernig samvinna og metnaður geta leitt til stórkostlegra umbóta í samfélaginu. Hún verður mikilvæg fyrir lífsgæði íbúa og gesta og stórt skref í þróun innviða. Þetta er tímamótaverkefni fyrir Suðurland og landið allt – glæsilegt mannvirki sem eykur öryggi og bætir samfélagið. Til hamingju. Höfundur er formaður Framsóknar, innviðarráðherra og fjármála-og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins. Hönnun brúarinnar byggir á ítarlegri greiningu og hún er talin hagkvæmasti kosturinn. Brúin tekur mið af náttúrulegum aðstæðum, þar á meðal flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og jarðskjálftum, þar sem burðarformið er vel til þess fallið að mæta slíku álagi. Nýja Ölfusárbrúin mun gjörbylta umferð um Suðurland, bæta umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum og mengun á Selfossi. Brú ekki sama og brú Áætlaður kostnaður Ölfusárbrúarinnar sjálfrar er um 8,4 milljarðar króna, en heildarkostnaður með tengdum vegaframkvæmdum nemur 17,9 milljörðum króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með veggjöldum án þess að hafa áhrif á önnur verkefni samgönguáætlunar. ÞG Verk var valið til að sjá um hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar og tekur verkið mið af samvinnuverkefnismódeli (PPP), þar sem einkaaðilar bera ábyrgð á útfærslu og fjármögnun framkvæmdar. Það sýnir hvernig samvinna stjórnvalda og einkaaðila getur flýtt fyrir mikilvægum framkvæmdum og við sjáum Hringveginn loks færast út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Einhverjir hafa dregið í efa ákvörðun Vegagerðarinnar um stagbrú og látið í veðri vaka að lítil brú gæti hentað vatnsmestu á landsins. Þá gleymist að við glímum við náttúrulegar aðstæður þar sem hætta er á flóðum, ísstíflum og jarðskjálftaálagi. Ný brú þarf að standast slíkt álag af náttúrunnar hendi og reyndist stagbrú hagkvæmasti kosturinn eftir ítarlega greiningu á náttúrulegum aðstæðum. Bylting Núverandi brú hefur þjónað okkur vel í tæp 80 ár og staðist áskoranir náttúruaflana. Með aukinni umferð, sem nú er 14.500 ökutæki á dag, er kominn tími á að lyfta grettistaki. Samhliða fjölgun íbúa og ferðamanna er ljóst að þörfin fyrir nýja brú er brýn. Þessi framkvæmd mun koma á langþráðum úrbótum og verða bylting fyrir okkur öll. Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Á brúnni verða aðskildar akstursstefnur ásamt göngu- og hjólaleiðum, bæði yfir og undir brúnni. Brúin er framtíðarlausn sem tekur mið af vaxandi umferðarþunga og hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar gerist þess þörf. Framtíðarsýn Væntingar voru um að framkvæmdir gætu hafist fyrr. Á meðan hefur umferð um svæðið vaxið hratt, kostnaður hækkað og þörfin fyrir nýja brú verður æ brýnni. Undirbúningur verksins hófst formlega þegar ég kom inn í samgönguráðuneytið árið 2018. Allt frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið að rannsóknum og forhönnum með vönduðum hætti. Þegar ég tók við í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í vor lagði ég mikla áherslu á að hraða lokaferlinu sem tengdist útfærslu á fjármögnun verksins. Með góðu samstarfi hefur tekist að vinna úr flóknum áskorunum. Þessi reynsla mun verða dýrmæt í stjórnkerfinu í framtíðinni þegar sambærileg verkefni koma á dagskrá. Nú hafa framkvæmdir loks fengið grænt ljós og bíðum nú spennt eftir að verða vitni að þeim framförum sem þetta mikilvæga samgöngumannvirki mun hafa í för með sér. Þetta verkefni er ekki aðeins stórt framfaraskref fyrir Suðurland heldur líka tákn um hvernig samvinna og metnaður geta leitt til stórkostlegra umbóta í samfélaginu. Hún verður mikilvæg fyrir lífsgæði íbúa og gesta og stórt skref í þróun innviða. Þetta er tímamótaverkefni fyrir Suðurland og landið allt – glæsilegt mannvirki sem eykur öryggi og bætir samfélagið. Til hamingju. Höfundur er formaður Framsóknar, innviðarráðherra og fjármála-og efnahagsráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun