Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2024 12:32 Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins. Hönnun brúarinnar byggir á ítarlegri greiningu og hún er talin hagkvæmasti kosturinn. Brúin tekur mið af náttúrulegum aðstæðum, þar á meðal flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og jarðskjálftum, þar sem burðarformið er vel til þess fallið að mæta slíku álagi. Nýja Ölfusárbrúin mun gjörbylta umferð um Suðurland, bæta umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum og mengun á Selfossi. Brú ekki sama og brú Áætlaður kostnaður Ölfusárbrúarinnar sjálfrar er um 8,4 milljarðar króna, en heildarkostnaður með tengdum vegaframkvæmdum nemur 17,9 milljörðum króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með veggjöldum án þess að hafa áhrif á önnur verkefni samgönguáætlunar. ÞG Verk var valið til að sjá um hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar og tekur verkið mið af samvinnuverkefnismódeli (PPP), þar sem einkaaðilar bera ábyrgð á útfærslu og fjármögnun framkvæmdar. Það sýnir hvernig samvinna stjórnvalda og einkaaðila getur flýtt fyrir mikilvægum framkvæmdum og við sjáum Hringveginn loks færast út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Einhverjir hafa dregið í efa ákvörðun Vegagerðarinnar um stagbrú og látið í veðri vaka að lítil brú gæti hentað vatnsmestu á landsins. Þá gleymist að við glímum við náttúrulegar aðstæður þar sem hætta er á flóðum, ísstíflum og jarðskjálftaálagi. Ný brú þarf að standast slíkt álag af náttúrunnar hendi og reyndist stagbrú hagkvæmasti kosturinn eftir ítarlega greiningu á náttúrulegum aðstæðum. Bylting Núverandi brú hefur þjónað okkur vel í tæp 80 ár og staðist áskoranir náttúruaflana. Með aukinni umferð, sem nú er 14.500 ökutæki á dag, er kominn tími á að lyfta grettistaki. Samhliða fjölgun íbúa og ferðamanna er ljóst að þörfin fyrir nýja brú er brýn. Þessi framkvæmd mun koma á langþráðum úrbótum og verða bylting fyrir okkur öll. Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Á brúnni verða aðskildar akstursstefnur ásamt göngu- og hjólaleiðum, bæði yfir og undir brúnni. Brúin er framtíðarlausn sem tekur mið af vaxandi umferðarþunga og hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar gerist þess þörf. Framtíðarsýn Væntingar voru um að framkvæmdir gætu hafist fyrr. Á meðan hefur umferð um svæðið vaxið hratt, kostnaður hækkað og þörfin fyrir nýja brú verður æ brýnni. Undirbúningur verksins hófst formlega þegar ég kom inn í samgönguráðuneytið árið 2018. Allt frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið að rannsóknum og forhönnum með vönduðum hætti. Þegar ég tók við í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í vor lagði ég mikla áherslu á að hraða lokaferlinu sem tengdist útfærslu á fjármögnun verksins. Með góðu samstarfi hefur tekist að vinna úr flóknum áskorunum. Þessi reynsla mun verða dýrmæt í stjórnkerfinu í framtíðinni þegar sambærileg verkefni koma á dagskrá. Nú hafa framkvæmdir loks fengið grænt ljós og bíðum nú spennt eftir að verða vitni að þeim framförum sem þetta mikilvæga samgöngumannvirki mun hafa í för með sér. Þetta verkefni er ekki aðeins stórt framfaraskref fyrir Suðurland heldur líka tákn um hvernig samvinna og metnaður geta leitt til stórkostlegra umbóta í samfélaginu. Hún verður mikilvæg fyrir lífsgæði íbúa og gesta og stórt skref í þróun innviða. Þetta er tímamótaverkefni fyrir Suðurland og landið allt – glæsilegt mannvirki sem eykur öryggi og bætir samfélagið. Til hamingju. Höfundur er formaður Framsóknar, innviðarráðherra og fjármála-og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins. Hönnun brúarinnar byggir á ítarlegri greiningu og hún er talin hagkvæmasti kosturinn. Brúin tekur mið af náttúrulegum aðstæðum, þar á meðal flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og jarðskjálftum, þar sem burðarformið er vel til þess fallið að mæta slíku álagi. Nýja Ölfusárbrúin mun gjörbylta umferð um Suðurland, bæta umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum og mengun á Selfossi. Brú ekki sama og brú Áætlaður kostnaður Ölfusárbrúarinnar sjálfrar er um 8,4 milljarðar króna, en heildarkostnaður með tengdum vegaframkvæmdum nemur 17,9 milljörðum króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með veggjöldum án þess að hafa áhrif á önnur verkefni samgönguáætlunar. ÞG Verk var valið til að sjá um hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar og tekur verkið mið af samvinnuverkefnismódeli (PPP), þar sem einkaaðilar bera ábyrgð á útfærslu og fjármögnun framkvæmdar. Það sýnir hvernig samvinna stjórnvalda og einkaaðila getur flýtt fyrir mikilvægum framkvæmdum og við sjáum Hringveginn loks færast út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Einhverjir hafa dregið í efa ákvörðun Vegagerðarinnar um stagbrú og látið í veðri vaka að lítil brú gæti hentað vatnsmestu á landsins. Þá gleymist að við glímum við náttúrulegar aðstæður þar sem hætta er á flóðum, ísstíflum og jarðskjálftaálagi. Ný brú þarf að standast slíkt álag af náttúrunnar hendi og reyndist stagbrú hagkvæmasti kosturinn eftir ítarlega greiningu á náttúrulegum aðstæðum. Bylting Núverandi brú hefur þjónað okkur vel í tæp 80 ár og staðist áskoranir náttúruaflana. Með aukinni umferð, sem nú er 14.500 ökutæki á dag, er kominn tími á að lyfta grettistaki. Samhliða fjölgun íbúa og ferðamanna er ljóst að þörfin fyrir nýja brú er brýn. Þessi framkvæmd mun koma á langþráðum úrbótum og verða bylting fyrir okkur öll. Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Á brúnni verða aðskildar akstursstefnur ásamt göngu- og hjólaleiðum, bæði yfir og undir brúnni. Brúin er framtíðarlausn sem tekur mið af vaxandi umferðarþunga og hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar gerist þess þörf. Framtíðarsýn Væntingar voru um að framkvæmdir gætu hafist fyrr. Á meðan hefur umferð um svæðið vaxið hratt, kostnaður hækkað og þörfin fyrir nýja brú verður æ brýnni. Undirbúningur verksins hófst formlega þegar ég kom inn í samgönguráðuneytið árið 2018. Allt frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið að rannsóknum og forhönnum með vönduðum hætti. Þegar ég tók við í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í vor lagði ég mikla áherslu á að hraða lokaferlinu sem tengdist útfærslu á fjármögnun verksins. Með góðu samstarfi hefur tekist að vinna úr flóknum áskorunum. Þessi reynsla mun verða dýrmæt í stjórnkerfinu í framtíðinni þegar sambærileg verkefni koma á dagskrá. Nú hafa framkvæmdir loks fengið grænt ljós og bíðum nú spennt eftir að verða vitni að þeim framförum sem þetta mikilvæga samgöngumannvirki mun hafa í för með sér. Þetta verkefni er ekki aðeins stórt framfaraskref fyrir Suðurland heldur líka tákn um hvernig samvinna og metnaður geta leitt til stórkostlegra umbóta í samfélaginu. Hún verður mikilvæg fyrir lífsgæði íbúa og gesta og stórt skref í þróun innviða. Þetta er tímamótaverkefni fyrir Suðurland og landið allt – glæsilegt mannvirki sem eykur öryggi og bætir samfélagið. Til hamingju. Höfundur er formaður Framsóknar, innviðarráðherra og fjármála-og efnahagsráðherra.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun