Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 10:50 Stjórnmálamenn túlka lækkun vaxta hver með sínum hætti en í dag eru tíu dagar til alþingiskosninga. Vísir Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira