Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:18 Sarah McBride og Nancy Mace. Getty Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira