Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 23:55 Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag. Icelandair/Airbus Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. „Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21