„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:53 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira