„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:35 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. „Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik. Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
„Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik.
Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira