„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:35 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. „Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik. Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira
„Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik.
Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira