Sport

Seldu miða á Paul-Tyson bar­dagann fyrir 2,5 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jake Paul nær hér að gefa Mike Tyson vænt högg í bardaga þeirra um síðustu helgi.
Jake Paul nær hér að gefa Mike Tyson vænt högg í bardaga þeirra um síðustu helgi. Getty/Tayfun Coskun

Sama hvaða skoðun hnefaleikaáhugafólk hefur á hnefaleikakappanum Jake Paul þá getað þeir ekki neitað þeirri staðreynd að Youtube stjarnan trekkir að. Var reyndar að berjast við eina stærstu hnefaleikagoðsögn sögunnar en það breytir ekki því að peningarnir flæddu inn.

Jake Paul vann hina 58 ára gömlu goðsögn Mike Tyson í bardaga þeirra um helgina en bardaginn fór fram á AT&T Stadium sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys.

Aldrei áður í sögu hnefaleika, sem haldir hafa verið fyrir utan Las Vegas, hafa miðar á bardaga selst fyrir hærri upphæð.

Það mættu meira en 72 þúsund manns á bardagakvöldið og innkoman var alls 18,1 milljónir Bandaríkjadala eða næstum því tveir og hálfur milljarður í íslenskum krónum. ESPN segir frá.

Gamla metið í Texas var þegar níu milljónir dollara komu inn á bardaga Canelo Alvarez og Billy Joe Saunders árið 2021.

Talið er að um 60 milljónir heimila hafa síðan horft á bardagann í sjónvarpi eða í gegnum netið. Áhuginn var það mikill að Netflix lenti í miklum vandræðum með að koma útsendingunni til viðskiptavina sinna.

Svo vel heppnuð þótti samt útsending Netflix að hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 2,8 prósent í gær.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×