Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:49 Diamond Alexis Battles, leikmaður Hauka, var öflug í sigri gegn Grindavík Vísir/Pawel Haukar unnu fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Það vantaði lykilmenn í lið Grindavíkur sem gerði gestunum töluvert auðveldara fyrir. Verkefnið var þungt fyrir Grindavík í ljósi þess að heimakonur spiluðu án Alexis Morris og Huldu Bjarkar Ólafsdóttur vegna meiðsla. Báðar hafa þær verið í byrjunarliði Grindavíkur í öllum sex leikjum. Veikindi herjuðu einnig á leikmannahópinn og Haukar voru með þrjá fleiri leikmenn á skýrslu en Grindavík. Haukar fóru töluvert betur af stað. Gestirnir gáfu engan afslátt og pressuðu allan völlinn strax frá byrjun. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að breyta gangi leiksins með því að taka leikhlé í stöðunni 2-9. Katarzyna Anna Trzeciak, leikmaður Grindavíkur, endaði fyrsta leikhluta á flautukörfu nánast frá miðju og staðan var 15-15 eftir fyrsta fjórðung. Haukar byrjuðu annan leikhluta með látum og gerðu ellefu stig í röð á innan við tveimur mínútum. Grindvíkingum tókst að minnka forskot Hauka minnst niður í þrjú stig en þá kom aftur áhlaup frá gestunum. Staðan í hálfleik var 33-43. Seinni hálfleikur fór vel af stað og það var mikil ákefð í báðum liðum. Bæði lið voru að hitta vel eins og í fyrri hálfleik. Eftir að jafnræði hafi verið með liðunum fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik settu Haukar í annan gír og juku forskotið sitt. Haukar voru sextán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 50-66. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi verið betri í fjórða leikhluti var forskot Hauka aldrei í neinni hættu og gestirnir unnu að lokum fjórtán stiga sigur 68-85. Atvik leiksins Katarzyna Anna Trzeciak, leikmaður Grindavíkur, átti ótrúleg tilþrif þegar hún setti ofan í erfitt skot nánast frá miðju þegar fyrsti leikhluti kláraðist og staðan var því jöfn eftir fyrsta fjórðung 15-15. Stjörnur og skúrkar Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, kom með gott framlag af bekknum. Sólrún gerði ellefu stig á tæplega ellefu mínútum í fyrri hálfleik. Hún endaði með 14 stig. Lore Devos, leikmaður Hauka, var allt í öllu og endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 28 stig og tók 10 fráköst. Það er erfitt að taka einhvern leikmann Grindavíkur út og nefna sem skúrk þar sem verkefnið var ansi þungt í kvöld og heimakonur leystu ágætlega úr því. Sofie Tryggedsson Preetzmann, leikmaður Grindavíkur, tapaði full oft boltanum eða níu sinnum og með hana inni á vellinum tapaði Grindavík þeim mínútum með 22 stigum. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. Þriðja liðið stóð vaktina vel í kvöld. Það var lítið um erfiðar ákvarðanir sem dómararnir þurftu að taka og þetta var nokkuð þægilegur leikur að dæma. Haukar söfnuðu töluvert af villum en það var í takt við síðustu umferðir í deildinni. Stemning og umgjörð Það var fámennt í Smárann í kvöld. A-landslið karla í fótbolta mætti Wales í Þjóðadeildinni sama kvöld. Það hefur sennilega verið hentugt fyrir marga að flakka á milli leikja heima í stofu. „Hulda er frá í tvo mánuði en Alexis verður klár í næsta leik“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari GrindavíkurVísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var nokkuð brattur þrátt fyrir 14 stiga tap gegn Haukum á heimavelli. „Þetta var fínt bara. Mér fannst orkan bara fín og þessir slæmu kaflar hjá okkur voru allt of margir. Byrjunin á öðrum leikhluta og líka byrjunin á þriðja leikhluta var léleg. Tölfræðin var ágæt hjá okkur og við vorum að berjast og ég er nokkuð sáttur,“ sagði Þorleifur í viðtali eftir leik. Emil Barja, þjálfari Hauka, hafði orð á því eftir leik í viðtali að þetta hafi verið leiðinlegur leikur en Þorleifur vildi ekki taka undir það. „Ég pældi ekkert í því. En það getur vel verið en ég var að einbeita mér að því að hafa orkustigið í lagi og stelpurnar voru að reyna. Við töpuðum þessu og þær unnu og þetta er bara búið.“ Alexis Morris og Hulda Björk Ólafsdóttir voru ekki með Grindavík vegna meiðsla og Þorleifur fór yfir stöðuna á þeim. „Við misstum Huldu og Alexis sem eru í 30 mínútum báðar og skora 30-40 stig fyrir okkur. Hulda er frá í tvo mánuði en Alexis verður klár í næsta leik,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar
Haukar unnu fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Það vantaði lykilmenn í lið Grindavíkur sem gerði gestunum töluvert auðveldara fyrir. Verkefnið var þungt fyrir Grindavík í ljósi þess að heimakonur spiluðu án Alexis Morris og Huldu Bjarkar Ólafsdóttur vegna meiðsla. Báðar hafa þær verið í byrjunarliði Grindavíkur í öllum sex leikjum. Veikindi herjuðu einnig á leikmannahópinn og Haukar voru með þrjá fleiri leikmenn á skýrslu en Grindavík. Haukar fóru töluvert betur af stað. Gestirnir gáfu engan afslátt og pressuðu allan völlinn strax frá byrjun. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að breyta gangi leiksins með því að taka leikhlé í stöðunni 2-9. Katarzyna Anna Trzeciak, leikmaður Grindavíkur, endaði fyrsta leikhluta á flautukörfu nánast frá miðju og staðan var 15-15 eftir fyrsta fjórðung. Haukar byrjuðu annan leikhluta með látum og gerðu ellefu stig í röð á innan við tveimur mínútum. Grindvíkingum tókst að minnka forskot Hauka minnst niður í þrjú stig en þá kom aftur áhlaup frá gestunum. Staðan í hálfleik var 33-43. Seinni hálfleikur fór vel af stað og það var mikil ákefð í báðum liðum. Bæði lið voru að hitta vel eins og í fyrri hálfleik. Eftir að jafnræði hafi verið með liðunum fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik settu Haukar í annan gír og juku forskotið sitt. Haukar voru sextán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 50-66. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi verið betri í fjórða leikhluti var forskot Hauka aldrei í neinni hættu og gestirnir unnu að lokum fjórtán stiga sigur 68-85. Atvik leiksins Katarzyna Anna Trzeciak, leikmaður Grindavíkur, átti ótrúleg tilþrif þegar hún setti ofan í erfitt skot nánast frá miðju þegar fyrsti leikhluti kláraðist og staðan var því jöfn eftir fyrsta fjórðung 15-15. Stjörnur og skúrkar Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, kom með gott framlag af bekknum. Sólrún gerði ellefu stig á tæplega ellefu mínútum í fyrri hálfleik. Hún endaði með 14 stig. Lore Devos, leikmaður Hauka, var allt í öllu og endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 28 stig og tók 10 fráköst. Það er erfitt að taka einhvern leikmann Grindavíkur út og nefna sem skúrk þar sem verkefnið var ansi þungt í kvöld og heimakonur leystu ágætlega úr því. Sofie Tryggedsson Preetzmann, leikmaður Grindavíkur, tapaði full oft boltanum eða níu sinnum og með hana inni á vellinum tapaði Grindavík þeim mínútum með 22 stigum. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. Þriðja liðið stóð vaktina vel í kvöld. Það var lítið um erfiðar ákvarðanir sem dómararnir þurftu að taka og þetta var nokkuð þægilegur leikur að dæma. Haukar söfnuðu töluvert af villum en það var í takt við síðustu umferðir í deildinni. Stemning og umgjörð Það var fámennt í Smárann í kvöld. A-landslið karla í fótbolta mætti Wales í Þjóðadeildinni sama kvöld. Það hefur sennilega verið hentugt fyrir marga að flakka á milli leikja heima í stofu. „Hulda er frá í tvo mánuði en Alexis verður klár í næsta leik“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari GrindavíkurVísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var nokkuð brattur þrátt fyrir 14 stiga tap gegn Haukum á heimavelli. „Þetta var fínt bara. Mér fannst orkan bara fín og þessir slæmu kaflar hjá okkur voru allt of margir. Byrjunin á öðrum leikhluta og líka byrjunin á þriðja leikhluta var léleg. Tölfræðin var ágæt hjá okkur og við vorum að berjast og ég er nokkuð sáttur,“ sagði Þorleifur í viðtali eftir leik. Emil Barja, þjálfari Hauka, hafði orð á því eftir leik í viðtali að þetta hafi verið leiðinlegur leikur en Þorleifur vildi ekki taka undir það. „Ég pældi ekkert í því. En það getur vel verið en ég var að einbeita mér að því að hafa orkustigið í lagi og stelpurnar voru að reyna. Við töpuðum þessu og þær unnu og þetta er bara búið.“ Alexis Morris og Hulda Björk Ólafsdóttir voru ekki með Grindavík vegna meiðsla og Þorleifur fór yfir stöðuna á þeim. „Við misstum Huldu og Alexis sem eru í 30 mínútum báðar og skora 30-40 stig fyrir okkur. Hulda er frá í tvo mánuði en Alexis verður klár í næsta leik,“ sagði Þorleifur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti