Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 22:11 Þegar Borce Ilievski þjálfaði ÍR þá spiluðu þeir í Seljaskóla en nú spila þeir í nýju íþróttahúsi í Mjóddinni. Vísir/Bára ÍR-ingar eru búnir að finna sér nýjan þjálfara og sá kannast vel við sig í herbúðum ÍR. Borce Ilievski er hættur með 1. deildarlið Fjölnis og tekur í staðinn við Bónus deildarliði ÍR. ÍR tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld. Fjölnir hafði áður tilkynnt að þjálfarinn væri hættur störfum í Grafarvoginum. Borce mun taka við starfi Ísaks Mána Wium sem hætti skyndilega með liðið eftir sjöttu umferðina. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarmaður Ísaks, stýrði ÍR til sigur í síðasta leik í Njarðvík en Breiðholtsliðið var þá búið að tapa sex fyrstu leikjum sinum. Fyrsti leikur Borce verður á móti Valsmönnum eftir landsleikjahlé. „Ég er virkilega ánægður að vera kominn aftur til ÍR. Það eru krefjandi leikir fram undan þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins við. Síðasti leikur á móti Njarðvík var góður og vonandi náum við að byggja á því áfram. Ég vil hvetja alla til að mæta á næstu leiki því öflugur stuðningur úr stúkunni er ómetanlegur – Áfram ÍR,“ sagði Borce við miðla ÍR. Borce þjálfaði ÍR í sex ár frá 2015 til 2021 en hápunkturinn var þegar hann fór með liðið alla leið í lokaúrslitin vorið 2019. Hann hefur þjálfað Fjölni frá árinu 2022. Borce hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2006 en hann hefur einnig þjálfað KFÍ, Tindastóls, Bolungarvík og Breiðabliki. Hákon Örn, fyrirliði ÍR, þekkir vel til Borche og hlakkar til samstarfsins: „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins að fá Borche aftur til liðs við okkur en ég sjálfur lék undir hans stjórn um árabil og áttum við frábæran tíma þá. Ég er sannfærður um að endurkoma Borche muni styrkja okkur í baráttunni sem er framundan,“ sagði Hákon. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Borce Ilievski er hættur með 1. deildarlið Fjölnis og tekur í staðinn við Bónus deildarliði ÍR. ÍR tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld. Fjölnir hafði áður tilkynnt að þjálfarinn væri hættur störfum í Grafarvoginum. Borce mun taka við starfi Ísaks Mána Wium sem hætti skyndilega með liðið eftir sjöttu umferðina. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarmaður Ísaks, stýrði ÍR til sigur í síðasta leik í Njarðvík en Breiðholtsliðið var þá búið að tapa sex fyrstu leikjum sinum. Fyrsti leikur Borce verður á móti Valsmönnum eftir landsleikjahlé. „Ég er virkilega ánægður að vera kominn aftur til ÍR. Það eru krefjandi leikir fram undan þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins við. Síðasti leikur á móti Njarðvík var góður og vonandi náum við að byggja á því áfram. Ég vil hvetja alla til að mæta á næstu leiki því öflugur stuðningur úr stúkunni er ómetanlegur – Áfram ÍR,“ sagði Borce við miðla ÍR. Borce þjálfaði ÍR í sex ár frá 2015 til 2021 en hápunkturinn var þegar hann fór með liðið alla leið í lokaúrslitin vorið 2019. Hann hefur þjálfað Fjölni frá árinu 2022. Borce hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2006 en hann hefur einnig þjálfað KFÍ, Tindastóls, Bolungarvík og Breiðabliki. Hákon Örn, fyrirliði ÍR, þekkir vel til Borche og hlakkar til samstarfsins: „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins að fá Borche aftur til liðs við okkur en ég sjálfur lék undir hans stjórn um árabil og áttum við frábæran tíma þá. Ég er sannfærður um að endurkoma Borche muni styrkja okkur í baráttunni sem er framundan,“ sagði Hákon.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum