Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:17 Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun