Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:31 Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun