Scholz ver símtal sitt við Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Scholz í opinberri heimsókn í Moskvu í febrúar árið 2022, rétt rúmri viku áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Vísir/EPA Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19