Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2024 23:25 Axel Sæland er formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna. Axel Sæland Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“ Garðyrkja Orkumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“
Garðyrkja Orkumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira