Segir verkföll ekki mismuna börnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2024 19:35 Magnús Þór svaraði fyrir gagnrýni á verkföll kennara í kvöldfréttum í kvöld. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, svaraði þeirri gagnrýni sem félagið hefur fengið vegna yfirstandandi verkfalla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að nýta sumarleyfisdaganna og jafnvel hætta í vinnu vegna ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum sem ekki sér fyrir endann á. „Við erum í dag í aðgerðum sem miðast að því að við getum fjárfest í kennarstarfinu, fjárfest í skólum og getum komið til móts við það að við getum verið með betra, faglegra starf,“ segir hann. „Ég ætla að benda á það að það væri ekki úr vegi að við myndum heyra í þeim sem við erum að ræða við,“ segir Magnús. Segir börnum ekki mismunað Aðspurður segir Magnús að börnum sé ekki mismunað af aðgerðum sambandsins. Þvert á móti beinist aðgerðirnar að því að útrýma þeirri mismunun sem þegar er í kerfinu. „Við erum að búa til aðgerðir sem sjá til þess að við einmitt hættum að mismuna börnum. Í dag erum við með skóla þar sem við erum með niður í 10, 15 prósent fagmenntaðra kennara í leikskólanum. Við viljum horfa til þess að sú mismunun hætti,“ segir hann. „Við áttuðum okkur á því, þegar við fórum í okkar aðgerðir núna í haust, eftir að hafa verið án samnings í átta mánuði, að við yrðum að grípa til aðgerða. Þá höfðum við um tvennt að velja. Annars vegar það að fara í allsherjarverkföll ellefu þúsund kennara,“ segir hann þá. Vildi byrja samtalið fyrr Þannig að þið farið í þessi örverkföll til þess að það verði ekki sett á ykkur lög? „Nei, það er ekki rétt. Við völdum það inni í Kennarasambandi að fara frekar í það að vera með aðgerðir sem myndu dreifast yfir þau kerfi sem við erum með frekar en að loka öllum leik-, grunn- og tónlistarskólum. Það er það sem við erum að vinna eftir. Verkefnið snýr ekki bara að vinnustöðvuninni. Við verðum að geta treyst á það að við getum sest niður í Borgartúni 21 og gert þennan samning sem við þurfum,“ segir Magnús. Hver er staðan núna, er búið að boða til sáttafundar og af hverju sitjið þið ekki við þetta dag og nótt til þess að leysa þetta mál og koma öllum þessum börnum í skólann? „Fyrir það fyrsta er það þannig að við höfum verið að funda reglulega. Ég held að ég hafi verið í sambandi við ríkissáttasemjara hvern dag síðan sjöunda október þegar við boðuðum til fyrstu vinnustöðvunarinnar,“ segir Magnús. „Ég ætla að fá að segja það að við í Kennarasambandinu lögðum fram fjórða janúar tillögu. Ég er sammála þér í því að ég vildi að við hefðum verið byrjuð að tala miklu fyrr en við gerðum,“ segir hann. „Ég held satt að segja að það hafi aldrei nokkurn tímann staðið á Kennarasambandinu um að mæta til fundar og þær tillögur sem hafa verið lagðar fram hafa verið okkar. Enda er það á okkar ábyrgð að búa til kjarasamning sem stendur þannig vörð um okkar starf að við fjölgum fólki inn í kennarastarfið og við bætum gæði skólastarfsins.“ Formlegur fundur á þriðjudaginn Magnús segir að sambandið hafi verið boðað á fund á þriðjudaginn. „Við vorum á fundi um helgina og fundi í gær. Nú ætlum við að halda áfram og við höfum verið boðuð á formlegan samningafund á þriðjudaginn. Þá vonandi náum við að taka næstu skref í þessu verkefni sem er að búa til kjarasamning sem mun koma til móts við það sem við höfum verið að segja sem er að efla skólastarf í landinu,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, svaraði þeirri gagnrýni sem félagið hefur fengið vegna yfirstandandi verkfalla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að nýta sumarleyfisdaganna og jafnvel hætta í vinnu vegna ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum sem ekki sér fyrir endann á. „Við erum í dag í aðgerðum sem miðast að því að við getum fjárfest í kennarstarfinu, fjárfest í skólum og getum komið til móts við það að við getum verið með betra, faglegra starf,“ segir hann. „Ég ætla að benda á það að það væri ekki úr vegi að við myndum heyra í þeim sem við erum að ræða við,“ segir Magnús. Segir börnum ekki mismunað Aðspurður segir Magnús að börnum sé ekki mismunað af aðgerðum sambandsins. Þvert á móti beinist aðgerðirnar að því að útrýma þeirri mismunun sem þegar er í kerfinu. „Við erum að búa til aðgerðir sem sjá til þess að við einmitt hættum að mismuna börnum. Í dag erum við með skóla þar sem við erum með niður í 10, 15 prósent fagmenntaðra kennara í leikskólanum. Við viljum horfa til þess að sú mismunun hætti,“ segir hann. „Við áttuðum okkur á því, þegar við fórum í okkar aðgerðir núna í haust, eftir að hafa verið án samnings í átta mánuði, að við yrðum að grípa til aðgerða. Þá höfðum við um tvennt að velja. Annars vegar það að fara í allsherjarverkföll ellefu þúsund kennara,“ segir hann þá. Vildi byrja samtalið fyrr Þannig að þið farið í þessi örverkföll til þess að það verði ekki sett á ykkur lög? „Nei, það er ekki rétt. Við völdum það inni í Kennarasambandi að fara frekar í það að vera með aðgerðir sem myndu dreifast yfir þau kerfi sem við erum með frekar en að loka öllum leik-, grunn- og tónlistarskólum. Það er það sem við erum að vinna eftir. Verkefnið snýr ekki bara að vinnustöðvuninni. Við verðum að geta treyst á það að við getum sest niður í Borgartúni 21 og gert þennan samning sem við þurfum,“ segir Magnús. Hver er staðan núna, er búið að boða til sáttafundar og af hverju sitjið þið ekki við þetta dag og nótt til þess að leysa þetta mál og koma öllum þessum börnum í skólann? „Fyrir það fyrsta er það þannig að við höfum verið að funda reglulega. Ég held að ég hafi verið í sambandi við ríkissáttasemjara hvern dag síðan sjöunda október þegar við boðuðum til fyrstu vinnustöðvunarinnar,“ segir Magnús. „Ég ætla að fá að segja það að við í Kennarasambandinu lögðum fram fjórða janúar tillögu. Ég er sammála þér í því að ég vildi að við hefðum verið byrjuð að tala miklu fyrr en við gerðum,“ segir hann. „Ég held satt að segja að það hafi aldrei nokkurn tímann staðið á Kennarasambandinu um að mæta til fundar og þær tillögur sem hafa verið lagðar fram hafa verið okkar. Enda er það á okkar ábyrgð að búa til kjarasamning sem stendur þannig vörð um okkar starf að við fjölgum fólki inn í kennarastarfið og við bætum gæði skólastarfsins.“ Formlegur fundur á þriðjudaginn Magnús segir að sambandið hafi verið boðað á fund á þriðjudaginn. „Við vorum á fundi um helgina og fundi í gær. Nú ætlum við að halda áfram og við höfum verið boðuð á formlegan samningafund á þriðjudaginn. Þá vonandi náum við að taka næstu skref í þessu verkefni sem er að búa til kjarasamning sem mun koma til móts við það sem við höfum verið að segja sem er að efla skólastarf í landinu,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira