Stöð 2 Sport
Klukkan 15:55 verður leikur U21-árs liðs Íslands og Póllands sýndur beint en þessi vináttuleikur fer fram á Spáni. Klukkan 19:05 er svo komið að leik Vals og Aþenu í Bónus-deild kvenna en þar verður þjálfari Vals Jamils Abiad ekki á hliðarlínunni en hann þurfti að fara úr landi þar sem það gleymdist að sækja um atvinnuleyfi fyrir hann.
Klukkan 21:10 verður Bónus Körfuboltakvöld sýnt beint en þar verður farið yfir alla leiki umferðinnar í Bónus-deild kvenna.
Stöð 2 Sport 2
NFL verður í aðahlutverki á Stöð 2 Sport 2 líkt og alltaf á sunnudögum. Klukkan 17:55 verður leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sýndur beint og klukkan 21:20 mætast lið Buffalo Bills og Kansas City Chiefs. Tveir alvöru leikir á dagskránni.
Stöð 2 Sport 3
NFL Red Zone verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:55 en þar verður sýnt frá öllum leikjum umferðarinnar í NFL-deildinni.
Stöð 2 Sport 4
The ANNIKA-mótið á LPGA mótaröðinni í golfi verður í beinni útsendingu frá 18:30.
Stöð 2 Sport 6
NBA-deildin er komin á fullt. Lið Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verða í eldlínunni klukkan 20:30.
Vodafone Sport
Þjóðadeildin verður á dagskrá í allan dag á Vodafone Sport. Klukkan 13:50 verður leikur Norður-Makedóníu og Færeyja í beinni útsendingu og klukkan 16:50 er komið að lærisveinum Heimis Hallgrímssonar en þeir mæta nágrönnum sínum frá Englandi á Wembley.
Klukkan 19:35 er síðan komið að stórleik Ítalíu og Frakklands í A-deild.
17. nóv. |
13:50 |
Norður Makedónía - Færeyjar |
Þjóðadeild UEFA |
17. nóv. |
15:55 |
Ísland U21 - Pólland U21 |
Vináttulandsleikur |
17. nóv. |
16:50 |
England - Írland |
Þjóðadeild UEFA |
17. nóv. |
17:55 |
Steelers - Ravens |
NFL |
17. nóv. |
17:55 |
NFL Red Zone |
NFL |
17. nóv. |
18:30 |
The ANNIKA |
LPGA Tour |
17. nóv. |
19:05 |
Aþena - Valur |
Bónus deild kvenna |
17. nóv. |
19:35 |
Ítalía - Frakkland |
Þjóðadeild UEFA |
17. nóv. |
20:30 |
Timberwolves - Suns |
NBA |
17. nóv. |
21:10 |
Bónus Körfuboltakvöld |
Bónus deild kvenna |
17. nóv. |
21:20 |
Bills - Chiefs |
NFL |