Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 21:05 Eiríkur telur að með ákvörðun sinni hafi Þórður Snær velt óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54