Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 16. nóvember 2024 13:40 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir von á frekari breytingum fram að kosningum. Vísir/Stöð 2 Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. „Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59