Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:01 Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. vísir Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira