Innlent

Ráð­herra hafnar gagn­rýni og ó­vissa um tón­leika á Hvalasafninu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar.

Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld.

Gular viðvaranir gilda á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna hvassviðris eða storms til klukkan tvö í dag. Þar er spáð norðvestan fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu og vindhviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu.

Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×