Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 22:33 Skipuleggjendur kenna kerfisbilun lögvalds um aflýsinguna. Vísir/Samsett Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna. Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Sjá meira
Sjónarvottur lýsir því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu í kvöld. Vonast er til þess að hægt verði að halda tónleikana á morgun en aflýsingin stafar að sögn viðburðarhaldara af vandræðum með viðburðarleyfisveitingu. Kerfisbilun lögvalds Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum og þeir birtu færslu á síðu sinni á Instagram þar sem þeir greindu frá aflýsingunni. Þeir kenna „kerfisbilun lögvalds“ um. „Óviðráðanlegar aðstæður ollu því að viðburður kvöldsins gat ekki farið fram. Kerfisbilun lögvalds sem snýr að húsnæðinu og gífurleg sprengja í aðsókn gerði það að verkum að ekki var hægt að taka hurðina úr lás,“ segja þeir. Þeir segjast þykja það miður að þurfa að vísa fólki frá og stefna að því að halda tónleikana annað kvöld. Sögusagnir um heimsfrægan leynigest Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í gær og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Sjá meira