Fótbolti

Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar öðru marka sinna í kvöld. Hann hefur skorað 135 mörk fyrir portúgalska landsliðið.
Cristiano Ronaldo fagnar öðru marka sinna í kvöld. Hann hefur skorað 135 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Getty/Octavio Passos

Portúgal vann 5-1 stórsigur á Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 59. mínútu leiksins.

Portúgalar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútunum eftir að Rafael Leao hafði skorað fyrsta markið á 59. mínútu.

Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu á 72. mínútu og kom Portúgal í 2-0. Hann skoraði einnig fimmta markið á 87. mínútu. Seinna markið sitt skoraði Ronaldo með bakfallsspyrnu.

Í millitíðinni höfðu Bruno Fernandes og Pedro Neto bætt við mörkum en Neto skoraði eftir stoðsendingu frá Ronaldo.

Dominik Marczuk minnkaði muninn fyrir Pólland á 88. mínútu.

Ronaldo hefur nú skorað 135 mörk fyrir Portúgalska landsliðið en hann bætti tveimur mörkum við heimsmet sitt.

John McGinn tryggði Skotum 1-0 sigur á Króatíu í hinum leik riðilsins. Markið kom á 86. mínútu eftir að Króatar höfðu verið manni færri frá 44. mínútu.

Portúgal er búið að vinna riðilinn enda með 13 stig. Króatar eru með sjö stig en Pólverjar og Skotar hafa fjögur stig fyrir lokaumferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×