Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Ég skrapp í hádeginu til konsúlsins í Lúxemborg til þess að sinna borgaralegri skyldu minni og kjósa til Alþingis. Það kom ekki til greina að sleppa því þrátt fyrir að við því væru engin niðurlög líkt og hér í Lúxemborg hvar samkvæmt lagabókstafnum er hægt að beita ríkisborgara stjórnvaldssektum ef viðkomandi mætir ekki á kjörstað. Ég kaus sömuleiðis þrátt fyrir að hafa ekki búið á Íslandi í 25 ár (utan 30 mánaða á árunum 2009-2011). Ennfremur kaus ég þrátt fyrir að kosningaloforð íslensku flokkanna inspíreri mig ekki beinlínis sérstaklega til þess að flytja „heim“ á næstunni. Sennilega kaus ég aðallega vegna þrjóskunnar einnar saman og þeirrar staðreyndar að þegar ég mætti á kjörstað í fyrsta skipti á ævinni var mér snúið við og tilkynnt að ég væri ekki íslenskur ríkisborgari þrátt fyrir að halda á íslensku vegabréfi (úthlutuðu fyrir mistök sýslumanns áður en tölvan lærði að segja nei) og hafandi fæðst í Reykjavík af íslenskum foreldrum. Vandamálið var víst að afi gamli hafði flust til íslands frá danmörku á fjórða áratugnum áður en íslendingar sviku kónginn illu heilli og stofnuðu lýðveldi. Þjóðremban var slík að allir afkomendur „fullveldis-dana“ í beinan karl-legg voru álitnir danskir þangað til annað yrði ákveðið. Sármóðgaður hafði ég samband við danska sendiráðið og bað þá um danska vegabréfið mitt en danskurinn bara hló og vildi ekkert kannast við mig. Ég var því óafvitandi ríkisfangslaus með öllu þangað til ég neyddist til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt nýorðinn 18 ára. Ég held ennþá mikið uppá nálaprentaða kvittunina frá dómsmálaráðuneytinu sem á stendur „1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1300“. Það gerir ríflega 5 þúsundkall á núvirði og því beit ég það í mig að svo lengi sem ég má mun ég kjósa í öllum íslenskum kosningum svo ég fái nú eitthvað fyrir peninginn, for fanden! Því miður hefur mér lengi þótt vanta talsvert uppá hugmyndaauðgi íslensku flokkanna þegar kemur að því að skapa örlítið skárra samfélag. Það er kannski óraunhæft takmark að keppa við Lúxemborg um lífsgæði - þó svo ég spyrji mig stundum af hverju þið getið/viljið ekki reyna læra af reynslu annarra? Það eru vissulega nokkrir hlutir sem gera lífið í Lúx svolítið öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar svosem verðtrygging launa, stöðugir vextir og gjaldmiðill og þær sértæku aðgerðir sem hægri-stjórnin (undir forystu Frjálslyndra) innleiddu í kjölfar heimsfaraldursins, úkraínustríðsins, orkukrísu og verðbólgu. Má þar nefna þak á orkuverði til heimila og fyrirtækja (mismunurinn greiddur af ríkinu); álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 12 krónur á líterinn; virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep); húsaleigusamningar voru frystir og allar hækkanir bannaðar í 2 ár auk þess sem ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA og sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði 70 milljarða króna svo eitthvað sé nefnt. Ekki kvarta alltént kennararnir með sínar meðaltekjur uppá 1.3 milljónir á mánuði, ókeypis almenningssamgöngur (frí borgarlína, lestar og strætó með ókeypis wi-fi um borð) og frábært heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi sem dekkar sömuleiðis tannlækningar og sálfræðiþjónustu. Einhver gæti kannski haldið að Lúxemborg væri einhver sósíalista-útópía en veruleikinn er sá að hér hafa hægri-kapítalistar verið við völd frá upphafi - en þeim hefur þó aldrei dottið í hug að selja ríkisbankana sína þrjá sem hafa verið stoð samfélagsins frá árinu 1852 og þeir tala lítið um "fé án hirðis". Þvert á móti telja Lúxembúrgískir stjórnmálamenn að ríkiskassinn sé ekki og verði aldrei „án hirðis“ heldur að það sé þeirra hlutverk, ábyrgð og heilög skylda að nýta féð í almannaþágu en ekki til sérhagsmuna og spillingar líkt og sumstaðar. Hvað sem því líður var ég orðinn sársvangur eftir að hafa hitt konsúlinn og kosið og ákvað því að fá mér (svo til) frían hádegisverð í boði stjórnvalda (eins og gengur). Þannig vill nefnilega til að almennu launafólki (og ríkisstarfsmönnum) stendur til boða að kaupa „matarmiða“ fyrir 2 evrur og 80 cent (400 krónur sem dregnar eru af launum fyrir skatt) en á móti greiðir vinnuveitandinn (gegn skattaafslætti) eða ríkið eftir atvikum 12 evrur og 20 cent (1800 krónur) sem gerir matarmiðann því 15 evrur (2200 krónur) að nafnvirði. Matarmiðinn er settur á sérstakt Vísa kort sem nota má ekki einungis í mötuneytum heldur yfir 3000 veitingahúsum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum og matvöruverslunum í Stórhertogadæminu. Sé maður sérlega svangur má maður nota allt að 5 matarmiða á dag eða 75 evrur (11 þúsund krónur) og þaraf greiðir launþeginn einungis 14 evrur eða 2000 kall. Þetta lækkar augljóslega raunverðið á matarkörfunni umtalsvert eða um allt að 3,235 evrur (472 þús krónur) á ári. Hugmyndin var sú að þetta hjálpi veitingageiranum að lifa af faraldurinn og verðbólguna og verndi kaupmátt okkar hinna á sama tíma. Það virðist vera að virka. Geri aðrir hægrikapítalistar betur en þið verðið auðvitað að fá að hafa þetta eins og þið viljið. Kannski þið sættist einhverntíman á „gjaldfrjálsar skólamáltíðir“...svo fremi sem eingöngu verði boðið uppá súrsað hvalkjét frá syni Jóns og hakk frá Kaupfélagi Skagafjarðar? Gangi ykkur vel við kjörborðið og varist að láta draga ykkur á asnaeyrunum enn eina ferðina. Höfundur er kjósandi í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Sjá meira
Ég skrapp í hádeginu til konsúlsins í Lúxemborg til þess að sinna borgaralegri skyldu minni og kjósa til Alþingis. Það kom ekki til greina að sleppa því þrátt fyrir að við því væru engin niðurlög líkt og hér í Lúxemborg hvar samkvæmt lagabókstafnum er hægt að beita ríkisborgara stjórnvaldssektum ef viðkomandi mætir ekki á kjörstað. Ég kaus sömuleiðis þrátt fyrir að hafa ekki búið á Íslandi í 25 ár (utan 30 mánaða á árunum 2009-2011). Ennfremur kaus ég þrátt fyrir að kosningaloforð íslensku flokkanna inspíreri mig ekki beinlínis sérstaklega til þess að flytja „heim“ á næstunni. Sennilega kaus ég aðallega vegna þrjóskunnar einnar saman og þeirrar staðreyndar að þegar ég mætti á kjörstað í fyrsta skipti á ævinni var mér snúið við og tilkynnt að ég væri ekki íslenskur ríkisborgari þrátt fyrir að halda á íslensku vegabréfi (úthlutuðu fyrir mistök sýslumanns áður en tölvan lærði að segja nei) og hafandi fæðst í Reykjavík af íslenskum foreldrum. Vandamálið var víst að afi gamli hafði flust til íslands frá danmörku á fjórða áratugnum áður en íslendingar sviku kónginn illu heilli og stofnuðu lýðveldi. Þjóðremban var slík að allir afkomendur „fullveldis-dana“ í beinan karl-legg voru álitnir danskir þangað til annað yrði ákveðið. Sármóðgaður hafði ég samband við danska sendiráðið og bað þá um danska vegabréfið mitt en danskurinn bara hló og vildi ekkert kannast við mig. Ég var því óafvitandi ríkisfangslaus með öllu þangað til ég neyddist til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt nýorðinn 18 ára. Ég held ennþá mikið uppá nálaprentaða kvittunina frá dómsmálaráðuneytinu sem á stendur „1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1300“. Það gerir ríflega 5 þúsundkall á núvirði og því beit ég það í mig að svo lengi sem ég má mun ég kjósa í öllum íslenskum kosningum svo ég fái nú eitthvað fyrir peninginn, for fanden! Því miður hefur mér lengi þótt vanta talsvert uppá hugmyndaauðgi íslensku flokkanna þegar kemur að því að skapa örlítið skárra samfélag. Það er kannski óraunhæft takmark að keppa við Lúxemborg um lífsgæði - þó svo ég spyrji mig stundum af hverju þið getið/viljið ekki reyna læra af reynslu annarra? Það eru vissulega nokkrir hlutir sem gera lífið í Lúx svolítið öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar svosem verðtrygging launa, stöðugir vextir og gjaldmiðill og þær sértæku aðgerðir sem hægri-stjórnin (undir forystu Frjálslyndra) innleiddu í kjölfar heimsfaraldursins, úkraínustríðsins, orkukrísu og verðbólgu. Má þar nefna þak á orkuverði til heimila og fyrirtækja (mismunurinn greiddur af ríkinu); álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 12 krónur á líterinn; virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep); húsaleigusamningar voru frystir og allar hækkanir bannaðar í 2 ár auk þess sem ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA og sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði 70 milljarða króna svo eitthvað sé nefnt. Ekki kvarta alltént kennararnir með sínar meðaltekjur uppá 1.3 milljónir á mánuði, ókeypis almenningssamgöngur (frí borgarlína, lestar og strætó með ókeypis wi-fi um borð) og frábært heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi sem dekkar sömuleiðis tannlækningar og sálfræðiþjónustu. Einhver gæti kannski haldið að Lúxemborg væri einhver sósíalista-útópía en veruleikinn er sá að hér hafa hægri-kapítalistar verið við völd frá upphafi - en þeim hefur þó aldrei dottið í hug að selja ríkisbankana sína þrjá sem hafa verið stoð samfélagsins frá árinu 1852 og þeir tala lítið um "fé án hirðis". Þvert á móti telja Lúxembúrgískir stjórnmálamenn að ríkiskassinn sé ekki og verði aldrei „án hirðis“ heldur að það sé þeirra hlutverk, ábyrgð og heilög skylda að nýta féð í almannaþágu en ekki til sérhagsmuna og spillingar líkt og sumstaðar. Hvað sem því líður var ég orðinn sársvangur eftir að hafa hitt konsúlinn og kosið og ákvað því að fá mér (svo til) frían hádegisverð í boði stjórnvalda (eins og gengur). Þannig vill nefnilega til að almennu launafólki (og ríkisstarfsmönnum) stendur til boða að kaupa „matarmiða“ fyrir 2 evrur og 80 cent (400 krónur sem dregnar eru af launum fyrir skatt) en á móti greiðir vinnuveitandinn (gegn skattaafslætti) eða ríkið eftir atvikum 12 evrur og 20 cent (1800 krónur) sem gerir matarmiðann því 15 evrur (2200 krónur) að nafnvirði. Matarmiðinn er settur á sérstakt Vísa kort sem nota má ekki einungis í mötuneytum heldur yfir 3000 veitingahúsum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum og matvöruverslunum í Stórhertogadæminu. Sé maður sérlega svangur má maður nota allt að 5 matarmiða á dag eða 75 evrur (11 þúsund krónur) og þaraf greiðir launþeginn einungis 14 evrur eða 2000 kall. Þetta lækkar augljóslega raunverðið á matarkörfunni umtalsvert eða um allt að 3,235 evrur (472 þús krónur) á ári. Hugmyndin var sú að þetta hjálpi veitingageiranum að lifa af faraldurinn og verðbólguna og verndi kaupmátt okkar hinna á sama tíma. Það virðist vera að virka. Geri aðrir hægrikapítalistar betur en þið verðið auðvitað að fá að hafa þetta eins og þið viljið. Kannski þið sættist einhverntíman á „gjaldfrjálsar skólamáltíðir“...svo fremi sem eingöngu verði boðið uppá súrsað hvalkjét frá syni Jóns og hakk frá Kaupfélagi Skagafjarðar? Gangi ykkur vel við kjörborðið og varist að láta draga ykkur á asnaeyrunum enn eina ferðina. Höfundur er kjósandi í suðurkjördæmi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun