Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:55 Aðgerðasinnar vilja „snákana“ út, það er að segja útiloka hagsmunaaðila frá Cop. AP/Joshua A. Bickel Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira