„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 22:37 Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar en liðið stóð vel í Stjörnumönnum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum