„Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:16 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Álftanes vann Grindavík 90-88 í háspennuleik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en vildi þó ekki meina að liðið hafi átt eitthvað inni eftir að hafa tapað tveimur leikjum í framlengingu. „Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
„Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti