Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:59 Nýjast könnun Maskínu ætti að gleðja Gunnar Smára. Það sama verður ekki sagt um Svandísi. Vísir Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16