Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:59 Nýjast könnun Maskínu ætti að gleðja Gunnar Smára. Það sama verður ekki sagt um Svandísi. Vísir Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Fleiri fréttir Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Sjá meira
Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Fleiri fréttir Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Sjá meira
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16