Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 12:31 Magnús Jóhannsson komst til að mynda í úrslit í 200 metra hlaupi á HM U20 ára í Perú í ágúst. Hann verður 18 ára í næsta mánuði. Youtube Fljótasti Íslendingur sögunnar er hinn 17 ára gamli Magnús Jóhannsson, sem reyndar hefur búið alla sína ævi í Hong Kong. Þær fréttir koma framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands í opna skjöldu en hann segir Magnús hjartanlega velkominn í íslenska landsliðið hafi hann áhuga á því. Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira