Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Victor Wembanyama var valinn nýliði ársins í NBA á síðasta tímabili. getty/Ronald Cortes Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo skoruðu báðir fimmtíu stig eða meira í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira