Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15 í gær. Hákon Óli Sigurðsson Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“ Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“
Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira