Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 09:05 Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Vísir Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54